Vegna fjölda áskorana hefur keppnisnefnd ákveðið að grímutöltið verði ekki hluti af mótaröðinni heldur sjálfstætt mót. Í staðinn bætist við mót í mótaröðina í mars. Nánar auglýst síðar.

Dagskrá mótaraðarinnar er þá efirfarandi:
28. febrúar – Þrautabraut „smali“
7. mars – Þrígangsmót, tölt, brokk og fet/stökk.
Mars – Töltmót

Á föstudaginn kemur þann 14. febrúar verður aftur á móti haldið gríðarskemmtilegt grímutöltsmót!
Formið verður eftirfarandi

Mótið hefst kl 19:30 og verða ráslistar birtir eftir hádegi á föstudag.

Flokkar: Teymdir pollar, ríðandi pollar, börn, unglingar, ungmenni og fullorðnir. Úrslit verða riðin strax eftir forkeppni í hverjum flokk fyrir sig.
Fjöldi á velli: 3 saman
Gangtegundir: Hægt tölt og fegurðartölt (pollar ríða bara frjálst tölt)
Skráningagjöld: 1000 og frítt fyrir polla og börn. Leggja inn á 0535-14-400312 kt. 520169-2969
Skráning: Á netfang icahrh@elkem.com fyrir klukkan 12:00 föstudaginn 14.feb. Enginn fer á ráslista nema vera búinn að greiða. Vaktmaður í reiðhöll tekur einnig við skráningum fimmtudaginn 13.feb

Veitt verða verðlaun fyrir flottasta búninginn í öllum flokkum nema pollaflokki. Einnig verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin nema í pollaflokki þar fá allir verðlaun.

Hérna á Pinterest má svo finna hugmyndir að búningum fyrir hesta og menn 🙂