Skráning er opin til og með 22. júní og er í fullum gangi á íþróttamót Fáksmanna, Reykjavíkurmeistaramótið, sem er jafnan stærsta og sterkasta íþróttamót Íslandshestamennskunar á hverju ári. Mótið fer fram í Víðidalnum dagana 29. júní – 5. júlí.
Á Facebook má finna viðburðinn undir nafninu „Reykjavíkurmeistaramót Fáks 2020“ og þar má finna ýmsar upplýsingar um mótið, svo það er um að gera að melda sig eða merkja við „going“ á þann viðburð til að fylgjast með fréttum.
Skráningu á mótið lýkur á miðnætti mánudaginn 22. júní. Skráð er í gegnum SportFeng, https://skraning.sportfengur.com. Allar spurningar varðandi skráningar á mótið skal senda skriflega á skraning@fakur.is. Skráningar sem berast eftir að skráningarfresti lýkur verða ekki teknar gildar.
Nokkur atriði sem keppendur skulu hafa í huga:
- Nái skráningar ekki 25 í flokki eru eingöngu riðin A-úrslit.
- Nái skráningar ekki 10 í flokki fellur flokkurinn niður.
- Keppendur eru ábyrgir fyrir skráningu sinni.
- Keppendur skulu hafa kynnt sér nýjustu útgáfu af keppnisreglum. Sjá nánar á vef LH og/eða FEIF.
Skráningargjöld eru eftirfarandi:
- 7.500 kr – meistaraflokkur og ungmennaflokkur (nema PP1, T3, V2 kr. 7.000)
- 7.000 kr – 1. og 2. flokkur
- 5.500 kr – barna- og unglingaflokkur
- 5.500 kr – 150m, 250m og 100m flugskeið
Það verður mikill hestakostur og glæsileg umgjörð sem einkenna munu Víðidalinn í Reykjavík þessa mótsdaga um næstu mánaðarmót og allir velkomnir að koma og fylgjast með heimsklassa sýningum í öllum keppnisgreinum, styrkleika- og aldursflokkum!
Boðið verður uppá eftirfarandi flokka náist næg þátttaka:
| # | Flokkur | Keppnisgrein |
| 1 | Barnaflokkur | Tölt T3 |
| 2 | Barnaflokkur | Fjórgangur V2 |
| 3 | Barnaflokkur | Tölt T7 |
| 4 | Barnaflokkur | Tölt T4 |
| 5 | Opinn flokkur | Skeið 250m P1 |
| 6 | Opinn flokkur | Skeið 150m P3 |
| 7 | Opinn flokkur | Flugskeið 100m P2 |
| 8 | Opinn flokkur – 1. flokkur | Tölt T3 |
| 9 | Opinn flokkur – 1. flokkur | Tölt T4 |
| 10 | Opinn flokkur – 1. flokkur | Fjórgangur V2 |
| 11 | Opinn flokkur – 1. flokkur | Fimmgangur F2 |
| 12 | Opinn flokkur – 1. flokkur | Gæðingaskeið PP1 |
| 13 | Opinn flokkur – 2. flokkur | Tölt T3 |
| 14 | Opinn flokkur – 2. flokkur | Tölt T4 |
| 15 | Opinn flokkur – 2. flokkur | Fjórgangur V2 |
| 16 | Opinn flokkur – 2. flokkur | Fimmgangur F2 |
| 17 | Opinn flokkur – 2. flokkur | Gæðingaskeið PP1 |
| 18 | Opinn flokkur – 2. flokkur | Tölt T7 |
| 19 | Opinn flokkur – Meistaraflokkur | Tölt T1 |
| 20 | Opinn flokkur – Meistaraflokkur | Tölt T2 |
| 21 | Opinn flokkur – Meistaraflokkur | Tölt T3 |
| 22 | Opinn flokkur – Meistaraflokkur | Fjórgangur V1 |
| 23 | Opinn flokkur – Meistaraflokkur | Fjórgangur V2 |
| 24 | Opinn flokkur – Meistaraflokkur | Fimmgangur F1 |
| 25 | Opinn flokkur – Meistaraflokkur | Fimmgangur F2 |
| 26 | Opinn flokkur – Meistaraflokkur | Gæðingaskeið PP1 |
| 27 | Unglingaflokkur | Tölt T3 |
| 28 | Unglingaflokkur | Tölt T4 |
| 29 | Unglingaflokkur | Fjórgangur V2 |
| 30 | Unglingaflokkur | Fimmgangur F2 |
| 31 | Unglingaflokkur | Gæðingaskeið PP1 |
| 32 | Unglingaflokkur | Tölt T7 |
| 33 | Ungmennaflokkur | Tölt T1 |
| 34 | Ungmennaflokkur | Tölt T2 |
| 35 | Ungmennaflokkur | Tölt T3 |
| 36 | Ungmennaflokkur | Fjórgangur V1 |
| 37 | Ungmennaflokkur | Fjórgangur V2 |
| 38 | Ungmennaflokkur | Fimmgangur F1 |
| 39 | Ungmennaflokkur | Fimmgangur F2 |
| 40 | Ungmennaflokkur | Gæðingaskeið PP1 |