Gæðingamót Fáks – Úrtaka fyrir Landsmót í Reykjavík 2024 fer fram dagana 23.-26. maí næstkomandi á Hvammsvelli í Víðidal
Gæðingaflokkarnir eru eingöngu fyrir Fáksfélaga þar sem um úrtöku fyrir Landsmót er að ræða en íþróttagreinar, skeiðgreinar og tölt, eru öllum opnar.

Athugið að þátttakendum er heimilt að taka þátt í hvorri umferð sem er eða báðum. Árangur úr fyrri umferð gildir til úrslita.

Boðið er upp á tvær umferðir og verður fyrirkomulagið eftirfarandi:

  • Fimmtudagur 23. maí – Fyrri umferð
  • Föstudagur 24. maí – Fyrri umferð – framhald.
  • Laugardagur 25. maí – Seinni umferð og Tölt T1.
  • Sunnudagur 26. maí –  Skeiðgreinar og úrslit: Árangur úr fyrri umferð gildir til úrslita.

Skráningar inni á Sportfeng:

  • Fyrri umferð – Gæðingamót Fáks – Landsmótsúrtaka 2024
    • Skráningu lýkur á miðnætti mánudaginn 20. maí.
  • Seinni umferð – Gæðingamót Fáks – Landsmótsúrtaka 2024
    • Skráningu lýkur á miðnætti 24. maí.
  • Inn á Landsmót gildir betri árangur hests eða knapa úr báðum umferðum.
  • Skráning í skeiðgreinar og T1 er opin öllum.

Drög að dagskrá:

  • Fimmtudagur 23. maí
    • 16:00 – Fyrri umferð
      • B-flokkur fullorðinna
      • A-flokkur fullorðinna
  • Föstudagur 24. maí
    • 16:00 – Fyrri umferð
      • Barnaflokkur
      • Unglingaflokkur
      • Ungmennaflokkur
  • Laugardagur 25. maí
    • 09:00 Seinni umferð, tölt T1
  • Sunnudagur 26. maí
    • 09:00 Skeiðgreinar
    • Tölt T1 – Úrslit
    • Barnaflokkur – Úrslit
    • Unglingaflokkur – Úrslit
    • Ungmennaflokkur – Úrslit
    • B-flokkur gæðinga – Úrslit
    • A-flokkur gæðinga – Úrslit
    • Dagskrárlok

Skráningargjöld:

  • A flokkur gæðinga – kr. 8.200
  • B flokkur gæðinga – kr. 8.200
  • Ungmennaflokkur – kr. 6.200
  • Unglingaflokkur – kr. 6.200
  • Barnaflokkur – kr. 6.200
  • Pollaflokkur
  • 100m Skeið – kr. 6.000
  • 150m Skeið – kr. 6.000
  • 250m Skeið – kr. 6.000
  • Tölt T1 – kr. 7.500
  • Skráning fer fram á Sportfengur.com

Fákur hefur heimild til að senda 15 efstu þátttakendurna í gæðingaflokkum á Landsmót.

Öll samskipti varðandi skráningar eða spurningar um mótið fara í gegnum e-mailið skraning@fakur.is 

Mótsstjóri er Aníta Lára Ólafsdóttir. Hægt er að ná í hana í síma 848 0856.