Miðvikudagskvöldið 16. mars nk. ætlar Fákur og Furuflís að halda opið fjórgangsmót í TM-Reiðhöllinni fyrir börn, unglinga og ungmenni. Mótið hefst kl. 19:00 og verður boðið upp barnaflokk, unglingaflokk og ungmennaflokk. Riðið verður eftir þul og þrír inn á í einu. Úrslit verða síðan riðin í lokin.

Skráning á sportfeng frá föstudegi til miðnættis á mánudeginum.

Dagskrá
kl. 19:00
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
10 mín hlé og svo hefjast úrslitin
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
Mótslok um 22:00

furuflís