Fréttir

Frumtamninganámskeið Robba

Hestamannafélagið Fákur og Róbert Petersen reiðkennari verða með frumtamninganámskeið sem hefst mánudaginn 31. ágúst nk. og klárast 17. sept. Hver þátttakandi kemur með sitt trippi og farið verður í gegnum helstu þætti frumtamningar, s.s.:

-Atferli hestsins
-Leiðtogahlutverk
-Fortamning á trippi
-Undirbúningur fyrir frumtamning
-Frumtamning

Bóklegir tímar: 2
Verklegir tímar: 11
Tímar: Eru á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum í þrjár vikur en hver hópur er klukkutíma í senn í verklegum æfingum
Verð: 35.000. (frá kl. 17:00 til 21:oo )

Fjórir verða í hverjum hópi en hámarksfjöldi á námskeiðið er 12 – 16 þátttakendur. Bóklegir tímar verða sameiginlegir fyrir allan hópinn. Verkleg kennsla verður í Reiðhöllinni og í hesthúsinu hjá Róberti þar sem unnið verður með trippin. Einnig eiga nemendur að fylgjast með öðrum og læra þannig á mismunandi hestgerðir og mismunandi aðferðir við for- og frumtamningu. Hægt er að fá leigð hesthúspláss hjá Robba eða hjá Fáki.

Skráning er á sportfeng.com (velja námskeið, hestamannafélag og skrá sig) og hefst námskeiðið mánudaginn 31. ágúst með bóklegum tíma í Guðmundarstofu kl. 20:00 og svo verður fyrsti verklegi tíminn á þriðjudeginum 1. sept. í hesthúsinu hjá Robba.

Skráning á http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

Námskeiðið er öllum opið en Fáksfélagar ganga fyrir ef það fyllist.