Robbi Pet og Fákur verða með annað frumtamningarnámskeið í október ef þátttaka næst.

 Hver þátttakandi kemur með sitt trippi og farið verður í gegnum helstu þætti frumtamningar, s.s.:

 -Atferli hestsins

 -Leiðtogahlutverk

 -Fortamning á trippi

 -Undirbúningur fyrir frumtamning

 -Frumtamning 

Bóklegir tímar: 2

Verklegir tímar: 11
Tímar:  Mánudagskvöld, þriðjudagskvöld og fimmtudagskvöld í fjórar vikur.en hver hópur klukkutíma í senn í verklegum æfingum Verð: 35.000. (frá kl. 17:00 til 21:oo )

Fjórir verða í hverjum hópi en hámarksfjöldi á námskeiðið er 12 – 16 þátttakendur. Bóklegir tímar verða sameiginlegir fyrir allan hópinn. Verkleg kennsla verður í Reiðhöllinni og í hesthúsinu hjá Róberti þar sem unnið verður með trippin. Einnig eiga nemendur að fylgjast með öðrum og læra þannig á mismunandi hestgerðir og mismunandi aðferðir við for- og frumtamningu.

Skráning á fakur@fakur.is (gott að gera það sem fyrst til að negla námskeiðið niður)

Námskeiðið er öllum opið.