Nú rétt í þessu lauk glæsilegu heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín.
Keppendur úr Fáki stóðu sig frábærlega á mótinu og höfum við eignast þrjá heimsmeistara. Þeir eru:
Árni Björn Pálsson og Elja frá Sauðholti 2 – Heimsmeistarar í flokki 7 vetra hryssna
Benjamín Sandur Ingólfsson og Messa frá Káragerði – Heimsmeistari ungmenna í gæðingaskeiði
Jóhann R. Skúlason og Finnboga frá Minni-Reykjum – Heimsmeistari í fjórgangi / Heimsmeistari í tölti / Heimsmeistari í samanlögðum fjórgangsgreinum / Jóhann hlaut einnig hina eftirsóknaverðu FEIF fjöður fyrir framúrskarandi reiðmennsku
Konráð Valur Sveinsson og Losti frá Ekru – Heimsmeistari í 100 m skeiði
Teitur Árnason og Dynfari frá Steinnesi – Heimsmeistari í gæðingaskeiði
Aðrir keppendur úr Fáki stóðu sig einnig vel og komust eftirfarandi í A-úrslit í sínum greinum:
Árni Björn Pálsson og Flaumur frá Sólvangi – Fjórgangur A-úrslit – 5. sæti
Gústaf Ásgeir Hinriksson og Sproti frá Innri-Skeljabrekku – Fimmgangur A-úrslit – 5. sæti
Hákon Dan Ólafsson og Stirnir frá Skriðu – Fjórgangur ungmenna A-úrslit – 3.-5. sæti
Fákur óskar öllum keppendum til hamingju með árangurinn.