Við vorum mjög ánægð með þátttökuna í fyrsta félagsreiðtúrnum síðasta laugardag þar sem við vorum samankomin um 35 manns; konur, karlar og börn.  Við viljum þakka þeim sem sáu sér fært að mæta og vonumst til að sjá sem flesta aftur í næsta reiðtúr þann 7. febrúar.  Við viljum, ekki síður, þakka félögum fyrir tillitsem í reiðinni sem er forsenda þess að öllum líði vel og komi glaðir heim. Oft er það þannig að sumir vilja fara hraðar og aðrir hægar, og eins og áður er sagt þá munum við skoða þann möguleika (ef þarf) að skipta hópnum upp í tvo hópa á leiðinni. Hins vegar er okkar markmið einnig að fólk kynnist og deili reynslu.

Næst reiðtúr verður eitthvað lengri t.d. meðfram Rauðavatni í áttina að Hólmsheiði,  niður Almannadalinn, í gegnum Rauðhóla og heim,  eða einhver útgáfa af þessari leið eða kannski bara allt önnur.  Veður og færð hafa áhrif og meira um það þegar nær dregur.

Vonandi hafa menn séð myndirnar sem Morgunblaðið birti úr túrnum.

Bestu kveðjur Gulli og Sirrý