Framundan er endurnýjun á stofnlögnum Veitna frá hitaveitutönkum á Hólmsheiði að Norðlingaholti og áfram vestur meðfram Breiðholtsbraut.

Fyrirhugað er að Veitur hefji fyrsta hluta þessara framkvæmda um mitt næsta sumar 2026 og fram á haust. Þá verða framkvæmdir við Rauðavatn að Þingtorgi í Norðlingaholti og má búast við lokun Rauðavatns þann tíma. Árin 2027-2028 verður framkvæmdinni haldið áfram frá austurhluta Rauðavatns upp að hitaveitutönkum á Hólmsheiði. Má búast við lokunum á reiðstígum á framkvæmdatíma.