–Í fyrri frétt fór röng dagsetning í loftið. Leiðréttist það hér með–

Á aðalfundi Fáks 18. maí 2021 voru samþykktar breytingar á lögum félagsins.

Vegna þess að á aðalfund voru ekki mættir 1/5 félagsmanna segir í lögum að boða skuli til framhaldsfundar og öðlist tillögur til lagabreytinga gildi ef 2/3 hlutar fundarmanna samþykkja þær, án tillits til fundarsóknar.

Stjórn Fáks boðar því hér með til framhaldsfundar 15. febrúar næstkomandi klukkan 20:00 í félagsheimili Fáks.

Tillögur að lagabreytingum má finna hér: Lög hestamannafélagsins Fáks – Samþykkt á aðalfundi 2021

Aðalfundur Fáks 18. maí 2021