Gæðingurinn Forkur frá Breiðabólstað mun koma fram á Stórsýningu Fáks ásamt knapa sínum Flosa Ólafssyni. Forkur eins og flestir muna stóð efstur í flokki 5 vetra stóðhesta á Landsmótinu 2016 á Hólum.

Forkur hlaut hvorki meira né minna en 8,67 í aðaleinkunn sem skiptist í 8,46 fyrir sköpulag og 8,80 fyrir hæfileika. Hann er undan Fláka frá Blesastöðum 1A og Orku frá Tungufelli.

Forkur hefur hvergi komið fram í vor og er hann er einstaklega hæfileikaríkur alhliðahestur sem verður gaman að horfa á dansa um gólfið í reiðhöllinni ásamt knapa sínum.