Fákur leitar að umsjónarmanni í félagshesthús Fáks í Faxabóli frá október til 20. júní 2026.

Í hesthúsinu eru 24 stíur og iðkendur eru á aldrinum 10 til 17 ára.

Helstu verkefni:

  • Gjafir: morgun-, miðdags- og kvöldgjöf.
  • Umsjón með að umgengni er í lagi.
    • Halda kaffistofu hreinni
    • Fylgjast með að viðrunargerði sé hreinsað
    • Umgengni í hesthúsi og hlöðu sé í lagi.
  • Umsjón með að hóflega sé farið með hey og spæni.
  • Samskipti við framkvæmdastjóra varðandi aðföng og útbúnað.

Umsækjandi skal vera með hreint sakarvottorð.

Nánari upplýsingar fást á netfanginu einar@fakur.is eða í síma 898 8445.