Nú styttist í Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Birmenstorf í Sviss en það fer fram dagana 5.-10. ágúst næstkomandi.

Landslið Íslands var kynnt þann 10. júlí og er þar að finna venju samkvæmt félaga okkar í Fáki og eru þeim gerð skil hér að neðan.

Fákur óskar knöpum til hamingju með valið í landsliðið og öllum góðs gengis á HM.

Áfram Ísland!

Landsliðið í heild sinni má skoða á heimasíðu LH í þessum link.

A-landslið Íslands

Texti af heimasíðu LH

Árni Björn Pálsson
Kastanía frá Kvistum – Tölt

Árni Björn og Kastanía hafa náð gríðarlega góðum árangri í tölti og hæst hlotið 8.87 í forkeppni. Þau urðu meðal annars Íslandsmeistarar í tölti árið 2024 þar sem þau hlutu 9.11 í úrslitum.

Hinrik Bragason
Trú frá Árbakka – Gæðingaskeið

Hinrik og Trú frá Árbakka eru afar sigursælt par í gæðingaskeiði og sigruðu greinina meðal annars á Landsmóti 2024 með 8.75 í einkunn.

U21-landslið Íslands

Texti af heimasíðu LH

Lilja Rún Sigurjónsdóttir
Arion frá Miklholti – Slaktaumatölt

Lilja Rún og Arion hafa sýnt stórgóðar sýningar í slaktaumatölti á árinu. Hæst hafa þau farið í 7.47 í forkeppni og 7.75 í úrslitum.

Matthías Sigurðsson
Magnea frá Staðartungu – Gæðingaskeið

Matthías og Magnea hafa keppti í skeiðgreinum saman síðustu ár með góðum árangri og hæst hlotið í 7.54 í gæðingaskeiði í ár.

Kynbótahross

Texti af heimasíðu LH

7 vetra og eldri – Hestur:

Hljómur frá Auðsholtshjáleigu
F: Organisti frá Horni
M: Tíbrá frá Auðsholtshjáleigu
Sköpulag 8,76
Hæfileikar 8,78
Aðaleinkunn 8,77
Knapi Árni Björn Pálsson, Fákur
Eigandi: Stutteri Egebjerggård I/S
Ræktendur: Kristbjörg Eyvindsdóttir og Gunnar Arnarson, Fáksfélagar 

6 vetra og eldri – Hryssa:

Ólga frá Lækjamóti
F: Spaði frá Stuðlum
M: Ísey frá Lækjamóti
Sköpulag 8,05
Hæfileikar 8,65
Aðaleinkunn 8,44
Knapi Benjamín Sandur Ingólfsson, Fákur
Eigandi: Stephanie Brassel
Ræktendur: Ísólfur Líndal Þórisson og Vigdís Gunnarsdóttir

6 vetra og eldri – Hestur:

Drangur frá Ketilsstöðum
F: Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum
M: Tíbrá frá Ketilsstöðum
Sköpulag 8,56
Hæfileikar 8,58
Aðaleinkunn 8,57
Knapi: Viðar Ingólfsson, Fákur
Eigandi: Bergur Jónsson
Ræktandi: Bergur Jónsson

5 vetra og eldri – Hryssa:

Óskastund frá Steinnesi
F: Adrían frá Garðshorni á Þelamörk
M: Óskadís frá Steinnesi
Sköpulag 8,29
Hæfileikar 8,85
Aðaleinkunn 8,65
Knapi: Árni Björn Pálsson, Fákur
Eigendur: Anja Egger-Meier & Kronshof Gbr
Ræktandi: Magnús Jósefsson