Í hestamannafélaginu Fáki í Víðidal er starfræktur hestaíþróttaklúbbur undir nafninu Fákar og Fjör. Umsjónaraðilar og yfirreiðkennar eru þær Sif Jónsdóttir og Karen Woodrow. Þeim til aðstoðar eru Hrund Ásbjörnsdóttir reiðkennari og Áróra Newton kennaranemi.

Fákar og fjör býður upp á reiðkennslu á ársgrundvelli þar sem við leggjum áherslu á fjölbreytt starf og að allir geti fundið sig í hestamennskunni. Klúbburinn hentar bæði byrjendum og vönum hestakrökkum.

Við höfum í gegnum hestaíþróttaklúbbinn reynt að koma til móts við þá sem hafa áhuga á því að stunda íþróttina en hafa ekki aðgang að hesti.

Kennslan hefst strax í byrjun janúar.

Skráning og nánari upplýsingar má finna í skjalinu hér –> https://forms.gle/544GXCE1u6JgkuVk9