Kvennatölt Spretts

Fjórir 40min einkatímar fyrir kvennatölt Spretts og Mercedes-Benz 2024 þann 13. apríl næstkomandi.  Kjörið tækifæri fyrir Fáks konur  sem stefna á að taka þátt í kvennatöltinu og vilja leggja áherslu á undirbúning fyrir keppni og ná persónulegum markmiðum í samvinnu við reiðkennara. (Í kvennatöltinu er 18 ár aldurstakmark).

Kennsla fer fram:

Laugardaginn 30 mars (í reiðhöllinni í C tröð)

Laugardaginn 6 april (í reiðhöllinni í C tröð)

Mánudaginn 8 april (16-22 æfing í opnum tíma í Spretti. Tímasetningar í samráði við kennara).

Föstudaginn 12 april (í reiðhöllinni í C tröð)

Verð 41.000kr

 

Firmakeppni Fáks 

Opið Fáksurum á öllum aldri.

Þrír 40min einkatímar.  Kjörið fyrir þá sem stefna á að taka þátt í firmakeppni Fáks á sumardaginn fyrsta, 25 april.

Áhersla verður á undirbúning fyrir keppni, reiðmennsku og stjórnun ásamt því að ná persónulegum markmiðum í samvinnu við reiðkennara.

Kennsla fer fram:

Laugardaginn 13.april (í reiðhöllinni í C tröð)

Laugardaginn 20. april (í reiðhöllinni í C tröð)

Þriðjudaginn 23. april (úti á velli, frá kl.16.00)

Verð 30.000kr

Skráning fer fram á Sportabler