Jóhanna Margrét Snorradóttir landsliðskona ætlar að vera með 2x40min einkatíma helgina 15-16. febrúar í reiðhöllinni í C tröð.

Verð 31.000kr fyrir fullorðna
Verð 25.000 kr fyrir börn, unglinga og ungmenni. Börn, unglingar og ungmenni fá reiðhallargjaldið endurgreitt en greiða þarf fullt verð fyrir námskeiðið. Til að fá endurgreiðslu þarf að hafa samband við Einar á netfangið einar@fakur.is

Jóhanna Margrét útskrifaðist sem reiðkennari frá Háskólanum á Hólum árið 2018. Í dag starfar við þjálfun og reiðkennslu á Árbakka hjá Hestvit.

Jóhanna hefur átt góðu gengi að fagna á keppnisvellinum og stendur í fremstu röð afreksknapa. Hún varð heimsmeistari í tölti, samanlögðum fjórgangsgreinum og þrefaldur Íslandsmeistari árið 2023.
Hún var einnig valin íþróttaknapi ársins 2023 og íþróttamaður Mána.

Skráning fer fram á Sportabler