Eins og einhverjir hafa orðið varir við þá er hafið niðurrif á gamla dómpallinum við stóra hringvöllinn. Löngu er hætt að nota húsið við mótahald og var það orðið í slæmu ásigkomulagi.

Húsið byggðist upp úr 1970 en allt mótahald félagsins fór fram á hringvellinum í þá daga.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá fyrri tíð.

Ef einhver kannst við hvaða ár um ræðir eða hverjir eru á myndunum þá má viðkomandi endilega senda línu á fakur@fakur.is

Dómpallurinn rifinn 2026