Dagur reiðmennskunnar og Stórsýning Fáks verða 26. mars næstkomandi.

Yfir daginn verða kennslusýningar með mörgum af okkar færustu tamningarmönnum og sýnendum. Verða þeir kynntir á komandi vikum.

Um kvöldið verður svo Stórsýning Fáks með tilheyrandi flugeldasýningu og lifandi tónlist á eftir í höllinni. Í anddyri reiðhallarinnar verður markaðstorg þar sem fyrirtæki kynna sínar vörur og þjónustu.

Takið daginn frá því þetta er viðburður sem enginn hestamaður má láta fram hjá sér fara!