Sunnudaginn 16.mars ætlum við að bjóða upp á BLING námskeið í veislusalnum í reiðhöllinni í Fáki fyrir yngri kynslóðina. Á námskeiðinu gera þátttakendur ennisól fyrir hestinn með fallegum kristals steinum undir leiðsögn Siggu Pje frá Sólvangi.
Námskeiðið tekur um tvær klukkustundir og hentar flestum frá 9 ára aldri (en mögulegt er að vera yngri en þá í fylgd fullorðinna).
Námskeiðið byrjar kl: 13:00 og er áætlað að því ljúki í kringum 15:00
Verð á námskeiðið er 8500 kr (og miðast það verð við að gera ennisól)
Fyrir þá sem að hafa tíma og vilja gera eitthvað meira er hægt að kaupa sér t.d. armbönd, múla, tauma og lyklakippur til að skreyta. Einnig verður í boði að kaupa höfuðleður og múla án skrauts. Posi á staðnum fyrir það.
Skráning fer fram á sportabler