Við viljum minna á að beitarhólf (nema Reiðkólar) eru ekki leyfð á svæðinu hjá okkur. Reykjavíkurborg mun taka alla hesta sem eru í hólfum og gera girðingarefnið upptækt því beit er ekki leyfð á svæðinu, nema haldið sé í hestinn. Leysa verður hestinn/hestana út ef þeir verða teknir og borgað tökugjald fyrir þá. Þó nokkrar kvartanir hafa borist vegna lítilla beitarhólfa sem hestamenn eru að eigna sér í dalnum. Einnig hefur Reykjavíkurborg haft nokkrum sinnum samband við okkur um þessi mál þar sem það er áréttað að beitarhólf eru ekki leyfð á svæðinu .

Ítrekunarpóstur frá Reykjavíkurborg.
Hér skal áréttað að Hestaeigendur í Víðidal hafa ekki rétt á landrými umfram það sem er innan hestagerðsins. Með þessu er verið að segja að hestar sem eru á beit utan gerðis og í skógarreitum umhverfis hesthúsin eru lausagönguhestar sem má fanga og færa til geymslu. Kostnaður sem þessu fylgir verða síðan eigendur hrossanna að greiða þegar þeir sækja hesta sína. Það hefur frekar aukist að menn beiti gras og skógarreiti sem eru við hesthúsin og jafnvel girði þau svæði af. Þetta er óheimilt eins og að framan kemur og eru aðrir hestaeigendur á svæðinu, margir hverjir, ósáttir við framkomu nágranna sinna. Hestamenn eru vinsamlega beðnir að virða þessi reglur.