Íþróttafólk Reykjavíkur er kjörið ár hvert af framkvæmdastjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur og velur stjórn íþróttamann/manneskju ásamt íþróttalið.

Árni Björn Pálsson var einn af þeim afreksíþróttamönnum í Reykjavík sem hlaut tilnefningu til Íþróttastjörnu ársins en hann er heimsmeistari í tölti T1 á Kastaníu frá Kvistum og er Íslandsmeistari í gæðingaskeiði á Álfamær frá Prestsbæ.

Athöfnin fór fram í ráðhúsi Reykjavíkur síðastliðinn miðvikudag.