Árgjald reiðhallarlykla fyrir árið 2026 munu birtast í heimabanka lyklahafa í dag.
Árgjald fyrir skuldlausa félagsmenn 2026 er 25.000 krónur:
- Fullorðnir 22 – 66 ára greiða fullt gjald.
- Unglingar og ungmenni (14 – 21 árs) og 67 ára og eldri fá 50% afslátt af árgjaldi.
- Börn (10 – 13 ára) greiða 7.500 krónur.
Nánar um gjaldskrá og opnunartíma lyklanna í þessum link.
Ætli lyklahafi ekki að endurnýja árgjaldið fyrir 2026 lokast lykillinn sjálfkrafa 6. febrúar. Þá falla ógreiddar kröfur sjálfkrafa niður þann 20. febrúar næstkomandi svo það er óþarfi að hafa samband við skrifstofu með ósk um niðurfellingu krafna.
Biðjum við lyklahafa að skoða vel reiðhallardagatal Lýsis-hallarinnar áður en æfingar eru skipulagðar. Nú er annasamasti tíminn framundan og hluti hallarinnar mikið bókaður seinnipartinn og fram á kvöld.