Almannadalsmótið verður haldið laugardaginn næstkomandi, 11. maí, klukkan 14:00.
Keppt verður tölti og skeiði. Töltkeppnin verður með T7 fyrirkomulag, fyrst er riðið hægt tölt og svo snúið við og sýnd frjáls ferð á tölti.
Keppt er í eftirfarandi greinum:
Pollaflokki
Barnaflokki
Unglingaflokki
18 ára og eldri – minna vanir
18 ára og eldri – meira vanir
100 m skeið.
Skráning fer fram á Sportfeng dagana 7. til 9. maí og er skráningargjald 2000 krónur. Frítt er í pollaflokk og skráning á staðnum fyrir þá.
Mótið er létt og skemmtilegt og hvetjum við alla áhugasama að mæta og taka þátt. Eftir mótið verða grillaðar pylsur fyrir keppendur og gesti mótsins.