Stefnt er að því að halda aðalfund Fáks fljótlega. Óskað er eftir framboðum til stjórnar en þrír stjórnarmenn gefa ekki kost á sér áfram. Framboðið þarf að koma skriflega (email eða bréf) til Fáks viku fyrir auglýstan aðalfund, en hann verður auglýstur fljótlega.
Endilega bjóðið ykkur fram til að hafa áhrif og hjálpa til að hefja hestamennskuna til hæstu hæða enda skemmtilegir tímar framundan 🙂