Reykjavíkurmeistarmótið hefst á mánudag kl. 12:00 á keppni í tölti T7. Dagurinn verður mikill töltdagur en honum lýkur svo með fyrri tveimur sprettunum í 150 og 250m skeiði á stóra vellinum.

Knapafundurinn er og verður í gangi á viðburðinum á Facebook, þar til mótið hefst. Ef eitthvað brennur á fólki þá er hægt að hafa samband við mótsstjóra og yfirdómara með tölvupósti á skraning@fakur.is.

  • Mótsstjóri: Hilda Karen Garðarsdóttir
  • Yfirdómari: Sigurður Emil Ævarsson
  • Framkvæmda- og vallastjóri: Einar Gíslason
  • Vallastjóri: Þórir Örn Grétarsson

Nokkrir punktar til að hafa í huga:

  • Ráslistar eru tilbúnir, hægt að skoða í LH Kappa smáforritinu eða smella hér. Keppendur eru ábyrgir fyrir því að sínar skráningar séu réttar.
  • Hægt er að afskrá þar til einni klst áður en keppni í grein hefst. Þá er ráslisti þeirrar greinar endanlegur.
  • Endanleg dagskrá er hér meðfylgjandi og í LH Kappa smáforritinu.
  • Mótið er World Ranking mót. Hér má finna reglur FEIF og hér eru reglur LH.
  • Útvarpið er á FM 106,5.

 Alendis.tv mun sýna beint frá mótinu þannig að allir hafa möguleika á að fylgjast vel með. Sjá útsendingardagskrá á vef þeirra.

Víðidalurinn mun taka vel á móti keppendum, aðstandendum og öðrum gestum og skartar nú þegar sínu allra fegursta. Mótsstjórn óskar keppendum góðs gengis og drengilegrar keppni.

Dagskrá WR Reykjavíkurmeistaramóts Fáks:

Mánudagur, 13. júní 2022
12:00 Tölt T7 2. flokkur
12:25 Tölt T7 unglingaflokkur
12:45 Tölt T7 barnaflokkur
13:00 Tölt T4 unglingaflokkur
13:45 Tölt T4 1. flokkur
14:15 Tölt T3 unglingaflokkur
15:20 Kaffihlé
15:30 Tölt T3 barnaflokkur
15:55 Tölt T3 2. flokkur
16:30 Tölt T3 1. flokkur
17:45 Tölt T3 meistaraflokkur
18:10 Kvöldmatarhlé
18:50 Skeið 250m, svo 150m – 1. og 2. sprettur
22:15 Dagskrárlok
Þriðjudagur, 14. júní 2022
12:00 Fjórgangur V1 ungmennaflokkur
15:15 Kaffihlé
15:25 Fjórgangur V2 unglingaflokkur
18:05 Fjórgangur V2 ungmennaflokkur
18:35 Kvöldmatarhlé
19:00 Fjórgangur V2 barnaflokkur
19:30 Fjórgangur V2 2. flokkur
20:20 Fjórgangur V2 1. flokkur
21:50 Fjórgangur V2 meistaraflokkur
22:35 Dagskrárlok
Miðvikudagur, 15. júní 2022
12:00 Fjórgangur V1 meistaraflokkur 1-35
15:10 Kaffihlé
15:20 Fjórgangur V1 meistaraflokkur 36-58
17:25 Fjórgangur V5 barnaflokkur
17:50 Kvöldmatarhlé
18:30 Skeið 150m, svo 250m – 3. og 4. sprettur
21:50 Dagskrárlok
Fimmtudagur, 16. júní 2022
09:00 Fimmgangur F1 ungmennaflokkur
11:20 Hádegishlé
11:50 Fimmgangur F1 meistaraflokkur 1-30
14:35 Kaffihlé
14:50 Fimmgangur F1 meistaraflokkur 31-43
16:00 Fimmgangur F2 unglingaflokkur
17:30 Kvöldmatarhlé
18:10 Fimmgangur F2 1. flokkur
20:05 Fimmgangur F2 meistaraflokkur
22:00 Dagskrárlok
Föstudagur, 17. júní 2022
08:30 Gæðingaskeið PP1 unglingar & ungmenni
10:00 Gæðingaskeið PP1 1. flokkur
10:30 Gæðingaskeið PP1 meistaraflokkur
12:00 Hádegishlé
12:40 Tölt T1 ungmennaflokkur
15:00 Kaffihlé
15:10 A-úrslit T7 barnaflokkur
15:25 A-úrslit T7 unglingaflokkur
15:40 A-úrslit T7 2. flokkur
16:20 100m flugskeið – 1. og 2. sprettur
17:35 Kvöldmatarhlé
18:15 Tölt T1 meistaraflokkur
22:20 Dagskrárlok
Laugardagur, 18. júní 2022
08:30 Tölt T2 ungmennaflokkur
10:25 Kaffihlé
10:35 Tölt T2 meistaraflokkur
12:35 Pollaflokkur og hádegishlé
13:15 B-úrslit fjórgangur V2 1. flokkur
13:40 B-úrslit fjórgangur V2 unglingaflokkur
14:05 B-úrslit fjórgangur V1 meistaraflokkur
14:35 B-úrslit fjórgangur V1 ungmennaflokkur
15:05 Kaffihlé
15:15 A-úrslit fjórgangur V5 barnaflokkur
15:35 A-úrslit fjórgangur V2 barnaflokkur
16:00 B-úrslit fimmgangur F2 meistaraflokkur
16:30 B-úrslit fimmgangur F1 ungmennaflokkur
17:00 Kaffihlé
17:10 B-úrslit fimmgangur F1 meistaraflokkur
17:40 B-úrslit tölt T3 1. flokkur
18:00 B-úrslit tölt T3 unglingaflokkur
18:20 B-úrslit tölt T1 ungmennaflokkur
18:50 B-úrslit tölt T1 meistaraflokkur
19:20 Kvöldmatarhlé
20:00 100m flugskeið – 3. og 4. sprettur
21:15 Dagskrárlok
Sunnudagur, 19. júní 2022
08:30 A-úrslit fjórgangur V2 unglingaflokkur
08:55 A-úrslit fjórgangur V2 2. flokkur
09:20 A-úrslit fjórgangur V2 1. flokkur
09:45 A-úrslit fjórgangur V2 ungmennaflokkur
10:10 Kaffihlé
10:20 A-úrslit fjórgangur V2 meistaraflokkur
10:45 A-úrslit fjórgangur V1 ungmennaflokkur
11:10 A-úrslit fjórgangur V1 meistaraflokkur
11:35 A-úrslit fimmgangur F2 unglingaflokkur
12:05 A-úrslit fimmgangur F2 meistaraflokkur
12:35 Hádegishlé
13:05 A-úrslit fimmgangur F2 1.flokkur
13:35 A-úrslit fimmgangur F1 ungmennaflokkur
14:05 A-úrslit fimmgangur F1 meistaraflokkur
14:35 A-úrslit tölt T4 unglingaflokkur
14:55 A-úrslit tölt T4 1. flokkur
15:15 Kaffihlé
15:25 A-úrslit tölt T2 meistaraflokkur
15:45 A-úrslit tölt T2 ungmennaflokkur
16:05 A-úrslit tölt T3 barnaflokkur
16:25 A-úrslit tölt T3 unglingaflokkur
16:45 A-úrslit tölt T3 2. flokkur
17:15 Kvöldmatarhlé
17:45 A-úrslit tölt T3 1. flokkur
18:05 A-úrslit tölt T3 meistaraflokkur
18:25 A-úrslit tölt T1 ungmennaflokkur
18:55 A-úrslit tölt T1 meistaraflokkur
19:25 Dagskrárlok