Hestamannafélagið Fákur og Félag hesthúsaeigenda í Víðidal bjóða fulltrúm allra framboða, sem bjóða fram til borgarstjórnarkosninga 2022, til opins fundar um framtíð hestamennsku og hesthúsabyggðar í Reykjavík, í Víðdal og Almannadal, í kvöld miðvikudaginn 27. apríl kl. 20:00 í félagsheimili Fáks á Vatnsveituvegi undir yfirskriftinni „Framtíð hestamennsku í Reykjavík“.
Stuttar framsögur: Sigurbjörn Bárðarsson, hestamaður, Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt og Sigurbjörn Magnússon, lögmaður.
Meðal fundarefna eru:
- Lóðaleigusamningar vegna hesthúsa,
- reiðleiðir og öryggi á reiðstígum,
- taðlosun,
- reiðhallir o.fl.
Hvetjum félagsmenn til að mæta.
Stjórn Fáks og Félags hesthúseigenda í Víðidal.