Fræðslunefnd Fáks hefur einlægan áhuga á því að bæta námskeiðahald á vegum Fáks. Það er mikilvægt að kanna hug félaga til fræðslustarfs og námskeiða.
Nefndin óskar því eftir að Fáksfélagar svari eftirfarandi könnun. Könnunin er stutt og hnitmiðuð og því tekur ekki langan tíma að svara henni.
Um er að ræða nafnlausa og órekjanlega könnun.
Hún verður opin til miðnættis miðvikudaginn 1. mars. Þeim mun fleiri svör og tillögur sem nefndin fær, þeim mun meiri möguleikar á að bæta starfið og koma til móts við óskir Fáksfélaga.
Kveðja,
Fræðslunefnd Fáks