Bjóðum upp á reiðnámskeið fyrir þá sem vilja öðlast meiri færni í samskiptum við hestinn sinn. Læra að skilja hestinn betur og kenna hestinum á umhverfið.
Kennsla fer fram í hópum og einkakennslu.
Fyrsti tími er bóklegur og í framhaldi hefst verkleg kennsla það verða 9 verklegir tímar. Kennsla hefst um mánaðarmót janúar/febrúar.
Verð: 43.000.- kennt verður á þriðjudögum í TM reiðhöllinni Víðidal.
- Hópur 1 kl. 11.00-11.50 Fyrir þá sem hafa verið áður hjá okkur
- Hópur 2 kl. 17.00-17.50 Fyrir þá sem ekki hafa verið áður hjá okkur
- Hópur 3 kl. 18.00-18.50.Fyrir þá sem hafa verið áður hjá okkur
- Hópur 4 kl. 19.00-19.50 Fyrir vana knapa sem hafa áhuga á td knapamerkjum
Skráning á www.sportfengur.com
Að skráningu lokinni er hægt að senda línu á ss@sigrunsig.com og fá gjafabréf í jólapakkann
Útreiða-/hesthúsfélagar geta tekið fram ef þeir vilji vera saman.
Kennarar eru: Henna Siren og Sigrún Sig