Á aðalfundi Fáks sem fram fór 18. maí síðastliðinn var ný stjórn kosin. Allir sitjandi stjórnarmenn voru í framboði og engin mótframboð bárust. Stjórnin var því sjálfkjörin:
Hjörtur Bergstað, formaður til 1 árs.
Hlíf Sturludóttir gjaldkeri til 2 árs
Þórunn Eggertsdóttir ritari til 1 árs.
Leifur Arason og Sigurbjörn Þórmundsson meðstjórnendur til 1 árs.
Íva Rut Viðarsdóttir og Árni Geir Eyþórsson meðstjórnendur til 2 ára.
Þá voru lagabreytingar kynntar aðalfundi og samþykktar af meirihluta félagsmanna. Til að lagabreytingar öðlist gildi þarf að halda framhaldsfund og öðlast tillögur til lagabreytinga gildi ef tveir þriðju hlutar fundarmanna samþykkja þær, án tillits til fundarsóknar.
Tillögur að lagabreytingum má finna hér: Lög hestamannafélagsins Fáks – Samþykkt á aðalfundi 2021