Næstkomandi mánudag, 21. október, klukkan 19:00 verður opinn fundur í salnum í TM-Reiðhöllinni. Ætlunin er að fá núverandi nefndarmenn og nýja sem gefa kost á sér til að starfa í hinum ýmsu nefndum Fáks. Nefndirnar eru meðal annars:
- Æskulýðsnefnd
- Mótanefnd
- Kvennadeild – Aðalfundur þess félags fer fram í Guðmundarstofu daginn eftir, þriðjudaginn 22. okt klukkan 20:00.
- Reiðveganefnd
- Firmakeppnisnefnd
- Herranefnd
- Kynbótanefnd
- Fræðslunefnd
- Umhverfisnefnd
Fundurinn ákveður meðal annars hvort hægt er að endurskoða nefndarskipan á einhvern hátt, til dæmis hvort hægt er að sameina nefndir eða bæta við.
Okkur vantar öflugt fólk til að starfa að hinum ýmsu verkefnum sem tengjast félaginu og til að halda uppi öflugu félagslífi í Fáki.
Boðið verður upp á pizzur og að sjálfsögðu verður heitt á könnunni.
Allir áhugasamir hvattir til að mæta!