Reykjavíkurmeistaramót Fáks verður haldið í Víðidal dagana 17.-23. júní næstkomandi. Mótið er eitt af fimm World Ranking mótum ársins á Íslandi.
Á stórmóti sem þessu vantar sjálfboðaliða í ýmiss störf og biðjum við þá sem geta lagt okkur lið, þó það væri ekki nema dagpart, að senda okkur póst á einar@fakur.is
Skráning er opin á mótið frá 6.-10. júní og fer skráning fram á skraning.sportfengur.com
Athugið að allar skráningar verða að fara í gegnum Sportfeng og spurningar varðandi skráningar skal senda skriflega á skraning@fakur.is
Skráningar sem berast eftir að tilskilinn frestur rennur út verða ekki teknar gildar.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
| 1 | Tölt T1 | Opinn flokkur – Meistaraflokkur |
| 2 | Tölt T1 | Ungmennaflokkur |
| 3 | Tölt T2 | Opinn flokkur – Meistaraflokkur |
| 4 | Tölt T2 | Ungmennaflokkur |
| 5 | Tölt T3 | Opinn flokkur – 1. flokkur |
| 6 | Tölt T3 | Opinn flokkur – 2. flokkur |
| 7 | Tölt T3 | Unglingaflokkur |
| 8 | Tölt T3 | Barnaflokkur |
| 9 | Tölt T4 | Opinn flokkur – 1. flokkur |
| 10 | Tölt T4 | Unglingaflokkur |
| 11 | Tölt T7 | Opinn flokkur |
| 12 | Tölt T7 | Unglingaflokkur |
| 13 | Tölt T7 | Barnaflokkur |
| 14 | Fjórgangur V1 | Opinn flokkur – Meistaraflokkur |
| 15 | Fjórgangur V1 | Ungmennaflokkur |
| 16 | Fjórgangur V2 | Opinn flokkur – 1. flokkur |
| 17 | Fjórgangur V2 | Opinn flokkur – 2. flokkur |
| 18 | Fjórgangur V2 | Unglingaflokkur |
| 19 | Fjórgangur V2 | Barnaflokkur |
| 20 | Fimmgangur F1 | Opinn flokkur – Meistaraflokkur |
| 21 | Fimmgangur F1 | Ungmennaflokkur |
| 22 | Fimmgangur F2 | Opinn flokkur – 1. flokkur |
| 23 | Fimmgangur F2 | Opinn flokkur – 2. flokkur |
| 24 | Fimmgangur F2 | Unglingaflokkur |
| 25 | Skeið 250m P1 | Opinn flokkur |
| 26 | Skeið 150m P3 | Opinn flokkur |
| 27 | Gæðingaskeið PP1 | Opinn flokkur – Meistaraflokkur |
| 28 | Gæðingaskeið PP1 | Opinn flokkur – 1. flokkur |
| 29 | Gæðingaskeið PP1 | Opinn flokkur – 2. flokkur |
| 30 | Gæðingaskeið PP1 | Ungmennaflokkur |
| 31 | Gæðingaskeið PP1 | Unglingaflokkur |
| 32 | Flugskeið 100m P2 | Opinn flokkur |
*Sé skráning undir 25 í flokki eru eingöngu riðin A-úrslit
*Sé skráning undir 10 í flokki er fellur flokkur niður
Skráningargjöld eru eftirfarandi:
6.500 kr – Meistaraflokkur og Ungmennaflokkur (nema gæðingaskeið 6.000.-)
6.000 kr – 1.Flokkur, 2. Flokkur
4.500 kr – Unglingar og barnaflokkur
4.500 kr – Kappreiðaskeið
Hér í link má finna nýjustu útgáfu af lögum og reglum LH og FEIF. Keppendur eru ábyrgir fyrir að kynna sér þær:
https://www.lhhestar.is/is/log-og-reglur