Veðrið lék við hesta og menn í Víðidalnum í gærkvöldi þegar úrslit voru riðin í A- og B-flokki ásamt töltkeppni og úrslitum í henni. Það var Póstur frá Litla-Dal sem sigraði B-flokk með einkunnina 8,89, knapi á honum var Gústaf Ásgeir Hinriksson. Hafsteinn frá Vakurstöðum sigraði A-flokk með einkunnina 8,94 og knapi á honum var Teitur Árnason.
Eftir forkeppni í tölti stóð Hinrik Bragason efstur á Hreim frá Kvistum með einkunnina 7,37. Úrslitin voru síðan riðin seinna um kvöldið og voru það Jóhanna Margrét Snorradóttir og Kári frá Ásbrú sigruðu þau með einkunnina 7,56.
Vinningshafi Gregersens styttunnar árið 2018 er Henna Johanna Sirén en styttan er ávallt afhent á Gæðingamóti Fáks. Hún var gefin af félögum Ragnars Gregersen til minningar um hann og þá snyrtimennsku og prúðmennsku í hestamennsku sem einkenndi hann. Ragnar bar sig ætíð höfðinglega, var vel og snyrtilega klæddur og reið ávallt fasmiklum og vel hirtum hrossum. Það tóku allir eftir Ragnari hvar sem hann reið um á hestum sínum.Styttan er farandgripur og skal veita á Gæðingamóti Fáks á hverju ári. Hún er veitt Fáksfélaga sem klæðist Fáksbúningi í allri keppni á mótinu og þykir vera til fyrirmyndar hvað varðar prúðmannlega reiðmennsku, klæðaburð og hirðingu hests. Hesturinn skal jafnframt vera í eigu Fáksfélaga.
Úrslit A flokkur | ||
Sæti | Keppandi | Heildareinkunn |
1 | Hafsteinn frá Vakurstöðum / Teitur Árnason | 8,94 |
2 | Nagli frá Flagbjarnarholti / Sigurbjörn Bárðarson | 8,89 |
3 | Villingur frá Breiðholti í Flóa / Árni Björn Pálsson | 8,77 |
4 | Hrafnar frá Auðsholtshjáleigu / Þórdís Erla Gunnarsdóttir | 8,71 |
5 | Þeldökk frá Lækjarbotnum / Sveinn Ragnarsson | 8,56 |
6 | Tindur frá Eylandi / Sigurður Vignir Matthíasson | 8,55 |
7 | Gróði frá Naustum / Henna Johanna Sirén | 8,52 |
8 | Hrafnaflóki frá Álfhólum / Hrefna María Ómarsdóttir | 8,24 |
Úrslit B flokkur | ||
1 | Póstur frá Litla-Dal / Gústaf Ásgeir Hinriksson | 8,89 |
2 | Þrumufleygur frá Álfhólum / Viðar Ingólfsson | 8,80 |
3 | Valur frá Árbakka / Hulda Gústafsdóttir | 8,72 |
4 | Sproti frá Enni / Þórdís Erla Gunnarsdóttir | 8,71 |
5 | Æska frá Akureyri / John Sigurjónsson | 8,70 |
6 | Taktur frá Vakurstöðum / Matthías Leó Matthíasson | 8,65 |
7 | Sæmd frá Vestra-Fíflholti / Sylvía Sigurbjörnsdóttir | 8,61 |
8 | Mói frá Álfhólum / Saga Steinþórsdóttir | 8,42 |
Niðurstöður T1 tölt meistara | ||
1 | Hinrik Bragason / Hreimur frá Kvistum | 7,37 |
2 | Jóhanna Margrét Snorradóttir / Kári frá Ásbrú | 7,33 |
3 | Lára Jóhannsdóttir / Gormur frá Herríðarhóli | 7,27 |
4 | Sigurður Sigurðarson / Ferill frá Búðarhóli | 7,23 |
5 | Hinrik Bragason / Hrókur frá Hjarðartúni | 7,13 |
6 | Telma Tómasson / Baron frá Bala 1 | 7,07 |
7 | Hanna Rún Ingibergsdóttir / Hrafnfinnur frá Sörlatungu | 7,00 |
8 | Benjamín Sandur Ingólfsson / Mugga frá Leysingjastöðum II | 6,93 |
9-10 | John Sigurjónsson / Æska frá Akureyri | 6,80 |
9-10 | Snorri Dal / Sæþór frá Stafholti | 6,80 |
11 | Ragnar Bragi Sveinsson / Frú Lauga frá Laugavöllum | 6,77 |
12 | Janus Halldór Eiríksson / Bríet frá Varmá | 6,70 |
13 | Anna S. Valdemarsdóttir / Fjöður frá Geirshlíð | 6,60 |
14-15 | Helgi Þór Guðjónsson / Hnoss frá Kolsholti 2 | 6,57 |
14-15 | Þorvarður Friðbjörnsson / Svarta Perla frá Ytri-Skógum | 6,57 |
16 | Ásmundur Ernir Snorrason / Pegasus frá Strandarhöfði | 6,43 |
17 | Sigurbjörn Bárðarson / Flóki frá Oddhóli | 6,37 |
18 | Sonja S Sigurgeirsdóttir / Jónas frá Litla-Dal | 6,30 |
19 | Elías Þórhallsson / Framtíð frá Koltursey | 6,17 |
20 | Atli Guðmundsson / Urður frá Grímarsstöðum | 5,97 |
21 | Sævar Haraldsson / Glanni frá Þjóðólfshaga 1 | 5,83 |
22 | Guðjón G Gíslason / Abel frá Hjallanesi 1 | 5,77 |
23-25 | Ásmundur Ernir Snorrason / Frægur frá Strandarhöfði | 0,00 |
23-25 | Sigurður Vignir Matthíasson / Dögun frá Mykjunesi 2 | 0,00 |
23-25 | Ástríður Magnúsdóttir / Kvika frá Varmalandi | 0,00 |
Úrslit tölt T1 meistara | ||
1 | Jóhanna Margrét Snorradóttir / Kári frá Ásbrú | 7,56 |
2 | Lára Jóhannsdóttir / Gormur frá Herríðarhóli | 7,22 |
3 | Benjamín Sandur Ingólfsson / Mugga frá Leysingjastöðum II | 7,17 |
4 | Telma Tómasson / Baron frá Bala 1 | 6,89 |
5 | Ragnar Bragi Sveinsson / Frú Lauga frá Laugavöllum | 6,72 |