Hestamannafélagið Fákur og Róbert Petersen reiðkennari verða með frumtamningarnámskeið sem hefst mánudaginn 30. september nk. Hver þátttakandi kemur með sitt trippi og farið verður í gegnum helstu þætti frumtamningar, s.s.:
Atferli hestsins
Leiðtogahlutverk
Fortamning á trippi
Undirbúningur fyrir frumtamning
Frumtamning
Bóklegir tímar: 2
Verklegir tímar: 11
Tímar: Mánudagskvöld, þriðjudagskvöld og fimmtudagskvöld í fjórar vikur.
Verð: 35.000.-
Fjórir verða í hverjum hópi en hámarksfjöldi á námskeiðið er 12 – 16 þátttakendur. Bóklegir tímar verða sameiginlegir fyrir allan hópinn. Verkleg kennsla verður í Reiðhöllinni og í hesthúsinu hjá Róberti þar sem unnið verður með trippin. Einnig eiga nemendur að fylgjast með öðrum og læra þannig á mismunandi hestgerðir og mismunandi aðferðir við for- og frumtamningu.
Skráning fer bara fram á sportfengur.com (sjá slóð) – lokaskráningarfrestur er föstudaginn 26. september. Fáksfélagar ganga fyrir en námskeiðið er öllum opið. (sjá nánar)
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
Velur Hestamannafélagið Fák
-Fyllir út umbeðnar upplýsingar (ATH. að fylla út öll stjörnumerkt svæði) -Þar neðst, í “velja atburð” velurðu Frumtamningarnámskeið Robba Pet -Svo hakarðu við þinn flokk/tíma -Smellir svo á “setja í körfu”
-Þegar þú hefur skráð þig þá smellirðu á “Vörukarfa” uppi í horninu hægra megin -Ferð yfir skráningu þína og smellir á “Áfram” ef allt er rétt -Næst er að fylla inn upplýsingar um greiðanda -Ferð yfir pöntun þína og skilmála, muna að haka við “samþykki skilmála”
Nota liðinn með greiðslukortunum
-Þá kemurðu næst inn á greiðslusvæði kreditkorta og fyllir inn upplýsingar þar og smellir á “Greiða núna.”
-Kvittun mun berast á skráð netfang – passið að fara vel yfir netföng svo þau séu rétt!
-Skráning er ekki staðfest nema greiðsla hafi borist.