Miðvikudaginn 24. maí kl 19:00 verður kynning á nokkrum vörum frá Hestvænt, Beisli án méla og ThinLine undirdýnunum í Guðmundarstofu (félagsheimilinu).
ThinLine undirdýnurnar eru að verða æ vinsælli erlendis sem og hérlendis, sökum fyrirbyggjandi virkni þeirra en þær dempa högg, dreifa þyngd og varna þrýstingspunktum, anda 100% og halda við hnakkinn. Einnig bjóða þær uppá þann möguleika að hægt er hækka þær að framan, aftan og í miðjunni. Thinline dýnurnar fást í nokkrum útgáfum, m.a. strípaðar, með áfastri bómullardýnu eða gæru.
Beisli án méla (Dr. Cook’s Bitless Bridle) er, eins og nafnið gefur til kynna, beislisbúnaður án méla. Beislið er úr biothane efni og er sársaukalaus búnaður sem einfaldar reiðmennsku.
Í tilefni kynningarkvöldsins verður 15% kynningarafsláttur af öllum vörum. Bjóðum alla velkomna að skoða og kynna sér þessar frábæru vörur. Nánar um vörurnar má finna á www.hestvænt.is