Kvennareið Fákskvenna verður nk. föstudagskvöld. Búið er að semja við veðurguðina og verður logn og sól um kvöldið. Lagt verður af stað frá TM-Reiðhöllinni kl. 19:00 og riðinn skemmtilegur hringur.  Síðan verður komið saman í TM-Reiðhöllinni og þar verður Hamborgarafabrikkan með grillaða hamborgara í liðið og einhverjar fljótandi veitingar verða líka á staðnum. Svo verður sungið og trallað í fallegri vornótt en verið er að semja við þessa kappa á myndinni til að endurtaka leikinn frá því þeir komu á kvennakvöld fyrir örfáum árum:) (Tóti, Elli Sig og Hjörtur)

Best er ef þið getið lagt inn á reikning vegna matarins
Gjaldið er 2300 kr
Númerið er 535-26-1944
Kt. 520169-2969
email kollaxx@gmail.com