Nýtt NÁMSKEIÐ fyrir útreiðafólk sem vill styrkja leiðtogahlutverk sitt.
Öðlast betri færni í samskiptum við hestinn sinn með því að skilja eðli og viðbrögð hestsins til að geta stjórnað honum betur og einnig að kenna hestinum á umhverfið.
Kennsla fer fram í hópum og einkakennslu.
Hver nemandi fær a.m.k. einn einkatíma. Kenndir verða fimm verklegir tímar.
Kennarar eru: Henna Siren og Sigrún Sig.
Verð: 18.000.- kennt verður á þriðjudögum í TM reiðhöllinni.
Skráning á sigrun@sigrunsig.com þar sem fram kemur nafn, kt, heimilisfang, netfang og sími. Útreiða/hesthúsfélagar geta tekið fram ef þeir vilji vera saman.