Viltu bæta burð og léttleika í hestinum þínum?
Bæta ásetu, samspil, mýkt og þjálni? Bæta þitt jafnvægi, sem er grunnur að því að bæta jafnvægi og getu hestsins þíns. Súsanna verður með reiðnámskeið í TM-Reiðhöllinni á miðvikudögum. Boðið er upp á til að byrja með 6 tíma námskeið þar sem hver tími er hálftíma einkatími. Skráning á fakur@fakur.is. Verð kr. 28.500

Súsanna Sand er reiðkennari frá Hólum og hefur endurmenntað sig undanfarin ár í spænskri/portúgalskri reiðmennsku í Andalúsíu. Þar er lögð áhersla á líkamsbeitingu knapa og hests með áherslu á burð léttleika og þjálni, sem nýtist afar vel inn i okkar reiðmennsku.
Súsanna er einnig íþrótta og gæðingakeppnisdómi og hefur víðtæka reynslu á öllum sviðum hestamennskunar sem nýtist vel í reiðkennslunni.