Til áréttingar þá er TM-Reiðhöllin aðeins fyrir Fáksfélaga svo allir þeir sem vilja þjálfa í TM-Reiðhöllinni þurfa að vera Fáksfélagar og greiða líka árgjaldið í TM-Reiðhöllina. Aðgangslykillinn tekur gildi á nýju ári svo þeir sem ætla að nota höllina þurfa að leggja inn á 0535-26 -1933 kt. 520169-2969 og þá verður aðgangslykillinn þeirra virkjaður. Þeir sem finna ekki sinn lykil verða þá að fá nýjan og kostar hann kr. 500 en þeir sem eru nýjir þurfa að koma við í TM-Reiðhöllinni og fá nýjan aðgangslykil. Þeir sem þálfa mikið og eru fyrir kl. 14 á daginn borga kr. 35.000 í árgjald og þeir sem koma eftir kl. 14:00 og eru með fáa hesta kr. 6.500

Gott er að þjálfa í TM-Reiðhöllinni hjá Fáki en nú um og hefur aðsókn í TM-Reiðhöllina aukist mikið enda hún mikið meira opin fyrir almennan hestamann en undanfarin ár. Reykjavíkurborg á Reiðhöllina og rekur Fákur hana í samstarfi við þá, en hún rekur sig ekki sjálf og því þurfa hestamenn að leggja sitt af mörkunum til að borga eitthvað af föstum rekstrarkostnaði.

Árslyklar
Allur dagurinn, alla daga kr. 35.000
Frá kl. 14:00-22:00 og um helgar kr. 6.500