Að venju verður keppt í firmakeppni á sumardaginn fyrsta hjá Fáki. Einnig verður teymt undir börnum upp í Reiðhöllinni á sama tíma og þar grillaðar pylsur og með því fyrir félagsmenn og gesti (að sjálfssögðu frítt). Firmakeppnin verður á Hvammsvellinum og hefst keppnin kl. 14:00.
Boðið verður upp á keppni í eftirfarandi flokkum (í þessari röð):
Pollar á hringvellinum (teymdir og ríðandi saman, fullorðnir verða að fylgja)
Börn
Unglingar
Ungmenni
Byrjendaflokkur
Konur II
Karlar II
Konur I
Karlar I
Sýnt verður hægt tölt og svo yfirferð (tölt, brokk eða skeið).
Skráning fer fram á milli kl. 12:30og 13:30 í Reiðhöllinni. Keppnin er ætluð Fáksfélögum eingöngu. Engin skráningargjöld.
Keppni hefst kl. 14:00 á Hvammsvellinum