Á laugardaginn munum við taka á móti Harðarmönnum og gúffa í sig kökur á kökuhlaðborði Kvennadeildar á eftir. Lagt verður af stað frá Reiðhöllinni kl 12:30 stundvíslega, við hvetjum sem flesta til að taka þátt í þessu með félaginu. Áætlað er að hitta Harðarfélaga í Ósakoti og síðan að fylgja þeim á félagssvæði Fáks. Þetta er ferð sem allir eiga að geta tekið þátt í og dugir einn hestur til ferðarinnar. Við ætlum okkur góðan tíma í ferðina og förum frekar rólega og stoppum oft.
Allir að mæta!