Reykjavík Riders Cup var haldið í blíðskapar veðri á Fákssvæðinu dagana 16. og 17. júní. Góð þátttaka var en keppt var í meistara- og opnum flokki og mættu margir sterkir hestar og flinkir knapar til leiks. Margir voru að máta nýja keppnishesta og ljóst að þeir munu mæta sterkir á næstu mót.

Mótið gekk mjög og vel fyrir sig og sáu styrktaraðilar mótsins til þess að verðlaunahafar fóru hlaðnir gjöfum heim. Auk glæsilegra verðlauna gáfu efttirfarandi fyrirtæki verðlaun;
Lífland gaf þremur efstu í öllum flokkum poka af Pavo fóðurmúsli ásamt fóðurfötum sem kemur sér vel fyrir landssmótshestana.

Ástund gaf guðdómlegt beislasett og hanska fyrir glæsilegasta par mótsins sem var valið af dómurum mótsins og hlutu þann titill Agnes Hekla og Hrynur frá Eystri-Hóli.

Slippfélagið gaf öllum sigurvegurunum í opnum flokki veglega inneign í málingu svo það verður málað hátt og lágt hjá þeim á næstunni í flottum Gauragráum litum og svefnherbergið í Geitahvítum lit eða öðrum skemmtulegum litum hjá Slippfélaginu.

Hótel Örk gaf sigurvegurum í meistaflokki gjafabréf á gistingu, morgunverð fyrir og þriggja rétta kvöldverð fyrir tvo. Það voru því kátir hestamenn, Elli Þórhalls, Robbi Pet og Matthías Leó sem bjóða betri helmingnumá rómantíska helgi á Hótel Örk (betri myndir koma af því síðar í gegnum falda myndavél á herbergjunum).

Ásbjörn Ólafsson ehf gaf þremur í hverjum flokki efstu kassa af Prins Pólói til að næra sál og líkama.

Hótel Heiðmörk og Skinnfiskur – gáfu verðlaun í meistaraflokki og opnum flokki í fjórgangi og fimmgangi og viljum við endilega benda hestamönnum, sem og öðru góð fólki, að njóta gistingarinnar á Hótel Heiðmörk hjá yndislegum gestgjöfum, þeim Matta og Selmu.

Ice fish Seafood – gaf verðlaun í opnum flokki í tölti.
Við viljum þakka sjálfboðaliðum, knöpum og styrktaraðilum kærlega fyrir gott mót.

Myndir: Maríanna Gunnarsdóttir

Úrslit mótsins:
TÖLT T1

Meistaraflokkur – A úrslit
1 Elías Þórhallsson Staka frá Koltursey 7,06
2 Bylgja Gauksdóttir Nína frá Feti 6,89
3 Ragnhildur Haraldsdóttir Gleði frá Steinnesi 6,67

TÖLT T2
Meistaraflokkur – Forkeppni
1 Guðmar Þór Pétursson Brúney frá Grafarkoti 7,5
2 Reynir Örn Pálmason Glæsir frá Lækjarbrekku 2 7

TÖLT T2 Opinn flokkur-– A úrslit
1 Páll Bragi Hólmarsson Ópera frá Austurkoti 6,92
2 Ylfa Guðrún Svafarsdóttir Sandra frá Dufþaksholti 6,88
3 Arnar Heimir Lárusson Amanda Vala frá Skriðulandi 6,54
4 Saga Steinþórsdóttir Myrkva frá Álfhólum 6,17
5 Dagur Ingi Axelsson Fjörnir frá Reykjavík 6,13
6 Vilfríður Sæþórsdóttir Logadís frá Múla 5,88

TÖLT T3
Opinn flokkur – A-úrslit
1 Jón Finnur Hansson Dís frá Hólabaki 7,17
2 Telma Tómasson Baron frá Bala 1 6,83
3 Hanna Rún Ingibergsdóttir Hrafnfinnur frá Sörlatungu 6,83
4 Lára Jóhannsdóttir Gormur frá Herríðarhóli 6,67
5 Kristjörg Eyvindsdóttir Ösp frá Enni 6,61
6 Emil Fredsgaard Obelitz Víkingur frá Feti 6,33

FJÓRGANGUR V1
Meistaraflokkur
1 Matthías Leó Matthíasson Nanna frá Leirubakka 7,4
2 Elías Þórhallsson Barónessa frá Ekru 6,77
3 Bylgja Gauksdóttir Straumur frá Feti 6,73
4 Anna Björk Ólafsdóttir Bjartmar frá Stafholti 6,47
5 Hjörvar Ágústsson Björk frá Narfastöðum 6,13
6 Ragnhildur Haraldsdóttir Gleði frá Steinnesi 0

FJÓRGANGUR V2
Opinn flokkur
1 Jón Finnur Hansson Dís frá Hólabaki 6,97
2 Hanna Rún Ingibergsdóttir Mörður frá Kirkjubæ 6,63
3 Hrafnhildur Jónsdóttir Kraftur frá Keldudal 6,63
4 Saga Steinþórsdóttir Mói frá Álfhólum 6,6
5 Telma Tómasson Baron frá Bala 1 6,53
6 Arnar Máni Sigurjónsson Bjartur frá Garðakoti 6,47
7 Agnes Hekla Árnadóttir Kolbakur frá Hólshúsum 6,3

FIMMGANGUR F1
Meistaraflokkur
1 Róbert Petersen Prins frá Blönduósi 6,74
2 Sarah Höegh Frigg frá Austurási 6,69
3 Matthías Leó Matthíasson Oddaverji frá Leirubakka 6,6
4 Ragnar Tómasson Heimur frá Votmúla 1 6,21
5 Elías Þórhallsson Klemma frá Koltursey 0

FIMMGANGUR F2
Opinn flokkur
A úrslit
1 Agnes Hekla Árnadóttir Hrynur frá Ytra-Hóli 6,98
2 Hólmfríður Kristjánsdóttir Brimrún frá Þjóðólfshaga 1 6,6
3 Kári Steinsson Platína frá Miðási 6,4
4 Bjarni Sveinsson Kraftur frá Breiðholti í Flóa 6,33
5 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Prúður frá Auðsholtshjáleigu 6,31
6 Nína María Hauksdóttir Nasa frá Sauðárkróki 5,43

IMG_5830
IMG_6229 IMG_6483Dís