Þessa tilkynningu fengum við frá Landsmóti varðandi beitarhólfin og hesthúspláss fyrir stóðhesta í keppnum á vegum félagsins á Landsmótinu. Við fáum þá 12 beitarhólf sem eru 8 x 15 metrar að stærð. Við þurfum að hólfa þau meira niður, ca. 3 með hvert hólf, því 38 aðilar sóttu um beitarhólf hjá okkur en þröngt mega sáttir beita (sitja). Um pláss fyrir þessa 17 stóðheta sem eru í gæðingakeppnum á vegum Fáks höfum við ekki ennþá fengið upplýsingar um hvort þeir fái hesthúspláss en það kemur vonandi sem fyrst 🙂
“Til hestamannafélaganna
Upplýsingar varðandi LM 2016
Mikil ásókn er í beitar/gjafahólfin á Hólum og til þess að nýta plássið sem mest og best þá er miðað við að hverju félagi standi til boða jafn mörg hólf og fjöldi keppenda í flokki hjá viðkomandi félagi, þ.e. félag með 9 keppendur í flokki fær 9 hólf o.s.frv. Við þessi beitarhólf er hægt að tjalda en ekki er aðgengi að rafmagni og hafa þarf með sér rafstöð, streng og vatnsílát. Hægt er að fá beit í öðru hólfi sem er lengra frá mótssvæðini (ca.700m) en þar verður ekkert reitað niður og hægt að stækka beitarhólfin að vild. Ekki er gert ráð fyrir tjöldum þar.
Sótt hefur verið um pláss fyrir yfir 130 stóðhesta í hýsingu á Hólum og verður reynt að koma til móts við sem flesta en að öðrum kosti að útvega pláss utan Hóla. Byrjað verður að taka við hrossum í hýsingu á Hólum síðdegis á föstudaginn n.k.”