Þar sem það styttist óðfluga í Landsmótið sem verður á Hólum þá verða nýju Fáksúlpurnar seldar í dag (fimmtudag) sem og æfingargallarnir fyrir börn, unglinga og ungmenni og úlpurnar fyrir yngri börnin (stærð 122 – 140 cm). Allir geta keypt úlpu meðan birgðir endast 🙂 Stærðir eru bæði í karla og kvennasniðum frá small til XXXL. Einnig eru Fáksmerkin komin sem hægt er að setja á keppnisjakkann. Þetta verður allt afhent og selt í anddyri Reiðhallarinnar í dag kl. 17 -18:00 og á morgun (föstudag) á sama tíma.

Landsmótsúlpa kr. 9.500

Fáksmerkið kr. 1.000

Pantaðir æfingargallar kr. 1.000

Barnaúlpur kr. ? (5-7 þús )