Reiðnámskeiðin hjá Teit, Robba og Önnu og Friffa hefst í næstu viku og þeir sem ætla á þau þurfa að skrá sig á eftirfarandi slóð (sjá neðar).

Teitur Árnason verður með reiðnámskeið á mánudögum í vetur frá kl. 16:00 – 22:00 og er fyrra námskeiðið 8 tímar. Hefst það 11. jan. nk en hann heldur tvö námskeið (jan/febr og svo mars/apríl) og standa þau fram að Reykjavíkurmóti í maí. Áhersla er lögð á einstaklingskennslu en tveir nemendur verða í tíma í 45 mín. í senn.

Róbert Petersen kennir á föstudögum frá kl. 15:00-19:00 Boðið er upp á paratíma í 45 mínútur þar sem tveir nemendur eru saman í kennslustund og er námskeiðið 8 tímar og svo verður framhaldsnámskeið fyrir þá sem vilja. Róbert mun einstaklingsmiða námið fyrir knapa og hest með það að markmiðið að að sem mestar framfarir verði í reiðmennsku knapans og gæðum hestsins.

Anna og Friffi  bjóða upp á reiðkennslu í TM-Reiðhöllinni á föstudögum (frá kl. 15:00 -19:00) og er hver kennslustund hálftími og námskeiðið átta reiðtímar. Námskeiðið er einkatími þar sem styrkur og veikleiki hvers knapa er metinn og unnið með það í framhaldinu. Anna og Friffi kenna saman og eru með sitt hvorn nemandann í tímanum.

Skráning á námskeiðin eru á sportfeng á eftirfarandi slóð;

http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

1. Velja námskeið.
2. Velja hestamannafélag (Fákur).
3. Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala ekki í félagaskrá, þarf að sækja um félagsaðild að Fáki).
4. Velja atburð (Knapamerki 2015 og svo þann hóp sem á að skrá í).
5. Setja í körfu.
6. Velja greiðslufyrirkomulag: Greiðslukort eða millifærsla. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist.