Það var heldur betur fjör síðastliðinn föstudag þegar Æskulýðsnefndin og hestaklúbburinn sameinuðust í að halda Halloween partý.

Boðið var uppá pizzu í boði æskulýðsnefndar og síðan voru veitt verðlaun fyrir besta búninginn í hópi eldri (10 ára og eldri) og yngri (9 ára og yngri) og voru það þær Hekla og Freydís sem hlutu verðlaun fyrir búningana sína. Eins var verðlaunað fyrir frammistöðu í leikjum en verðlaunin voru í boði Líflands og Skemmtigarðsins og þökkum við mikið vel fyrir það.
Það var meðal annars farið í stoppdans, ásadans, limbó en síðan var leikur sem stóð uppúr og er það leikur sem krakkarnir bjuggu sjálf til og var það töltkeppni. Þvílík stemning myndaðist í kringum það en dæmdir voru 3 inná velli í einu og síðan sigurvegararnir í hverju holli sem kepptu til úrsliti.
Dásamlegt hugmyndaflug hjá þessum snillingum.
Dansað var frá 19-22 og allir sammála um þetta verði árlegt héðan í frá.
Flott að byrja veturinn með trukki og hittast svona öll saman og hafa gaman.
Kveðja
Elsa formaður æskulýðsnefndar