Hestadagar verða haldnir hátíðlegir á næstu dögum. Í dag 17:00 er opnunarhátíð Hestadaga í Ráðhúsi Reykjavíkur. Boðið verður upp á léttar veitingar á meðan á dagskrá stendur – opið öllum.
Á föstudag og laugardag verða opin hús í hestamannafélögum landsins, hvetjum við því alla til að kíkja á það. Gott tækifæri fyrir almenning til að kynnast hestamennskunni. Félagshesthús Fáks verður opið og munu unglingarnir í Hestaklúbbi Fáks bjóða fólk velkomið, bjóða gestum að ganga í hús og leiða þá í allan sannleikann um undur hestamennskunnar, teyma undir börnunum og bjóða upp á grillaðar pylsur og með því 🙂
Á laugardag kl. 13:00 verður skrúðreið um miðbæ Reykjavíkur þar sem fjöldinn allur af hrossum og knöpum láta ljós sitt skína. Allir velkomnir í þessa skemtilegu reið en gott væri að vita hverjir ætla að fara því við söfnum okkur saman í hestakerrur osfrv. (sendið póst á fakur@fakur.is með nafni, símanúmeri og hvort ykkur vantar far eða hafið laust í kerrunni)
Svo klukkan 16:30 verða Svellkaldar konur í Skautahöllinni í Reykjavík. 1000 krónur inn sem renna til styrktar landsliðinu okkar í hestaíþróttum. Frítt fyrir 12 ára og yngri.