Næsta mót í Meistarakeppni æskunnar og Íshesta er þrautabrautin. Keppnin byggist upp á því að leysa ákveðna þrautir á hestbaki (flestar) og ná góðum tíma. Keppnin er einföld og skemmtileg og er stefnt að því að hún verði í TM-Reiðhöllnni í Fáki næsta sunnudag.

Skráning er á fakur@fakur.is og þar þarf að koma fram nafn keppanda, keppnisflokkur (barna, ungling eða ungmennaflokkur), nafn hests, fæðingarstaður, aldur og litur. Skráningafrestur er til föstudagskvölds 20. mars. Skráningargjaldið er kr. 500 og greiðist það á mótsstað áður en keppnin hefst (í sjoppunni, posi á staðnum en peningur væri betri 🙂 )

Alli að skrá og hafa gaman af og safna stigum í stigakeppninni.

Hér er brautin og þrautirnar (klikkið á myndina til að sjá hana stærri).

image003