Fyrstu vetrarleikar Fáks verða á laugardaginn og verða þeir með nokkru hefðbundnu sniði. Þeir hefjast kl. 13:00 með pollaflokki en hann verður inn í Reiðhöllinni. Síðan hefjast aðrir flokkar kl. 14:00 og verður riðið niður á Hvammsvelli. Börnin verða inn á hringnum en unglingar, ungmenni og fullorðnir á beinu brautinni.
Skráning í Reiðhöllinni frá kl. 12:30 – 13:00 (börn og unglingar greiða ekki skráningargjöld, en ungmenni og fullorðnir greiða kr. 1.500)