Það koma inn á borð til okkar margar kvartanir á viku um lausagöngu hunda á svæðinu. Það er mjög bagalegt að félagsmenn vilja ekki hlýða lögum og alveg ljóst að það munu hljótast einhver slys vegna lausagöngu hunda á svæðinu. Og þá vildi ég ekki vera hundeigandinn, því hann er bótaskyldur ef talið er að hundur hafi orðið orsakavaldur af slysi þegar hestur fælist eða hrekkur til. Bótakröfur geta numið allt að tugum milljóna ef um varanlega örkumla er að ræða t.d. vinnutap, heilsutap.

Fákur hefur því miður ekki lögsögu um hundana þó þeir séu á okkar yfirráðarsvæði og lausagana hunda bönnuð með lögum. Við höfum sent okkar félagsmönnum margsinnis póst um málið, minnt þá á á heimasíðunni og talað við þá sem eru kræfastir að hafa hunda lausa á svæðinu. Einnig höfum við haft samband við hundaeftirlit Reykjavíkurborgar og þeir koma á svæðið, taka lausa hunda og tala við hundaeigendur. Hundaeftirlit Reykjavíkurborgar er með alla lögsögu í þessum málum og þeir sem eru mjög þreyttir á þessu ástandi tali vinsamlega við þá og okkur því sameiginlegur þrýstingur á hundaeigendur sem eru með lausa hunda mun bera árangur að lokum.