Hestaklúbbur Fáks hóf göngu sína í haust. Sautján áhugasamir ungir hestamenn (10 – 16 ára) stunda núna hestamennsku af kappi. Þau eru öll með hestana sína í hesthúsi Fáks og ganga þar í öll verk undir styrkri handleiðslu reiðkennaranna Sifjar Jónsdóttir og Karenar Woodrow. Reiðtímar eru þrisvar í viku og svo eru hittingar líka í hverri viku sem og ábyrgð á gjöfum og hirðingu hestana.

Hestaklúbburinn er starfandi allt árið og þar er borin á borð fyrir ungdóminn hinn ýmsi fróðleikur og einnig haft að hugarfari að hafa gaman saman í hestamennskunni.

Hér er slóð á fróðlegt viðtal sem Þröstur í Isibless tók við bæði reiðkennarana og krakkana – endilega skoðið það 🙂

http://www.isibless.de/article.cfm?id=9695